Garda 9. – 18. ágúst 2024
Fararstjóri: Una Sigurðardóttir
Gardavatn liggur í skjóli Alpanna í norðri og í suðri tekur Pósléttan við. Vatnið teygir sig inn í þrjú
héruð, Veneto, Lombardia og Trentino-Alto Adige og er margrómað fyrir náttúrufegurð, há fjöllin sem
umlykja vatnið en einnig sögulegar minjar og vínframleiðslu. Landslagið, gróðurinn og fögur fjallasýn
ramma inn þetta stærsta stöðuvatn á Ítalíu.
Garda er einn af þessum smábæjum við vatnið með gömlum miðbæjarkjarna, iðandi af mannlífi með
angan af góðum mat og drykk. Fallegur vatnsbakkinn er upplagður fyrir kvöldrölt.
Það verður enginn ósnortinn af fegurð vatnsins, smábæjanna, höfnum og ströndum við
vatnsbakkann, stórbrotnum vegamannvirkjum og rómantískum gönguleiðum meðfram vatninu.
Gardavatn er staður sem allir elska og þangað er hægt að koma aftur og aftur og uppgötva nýja og
spennandi staði í hverri ferð. Það eiga allir sinn uppáhaldsbæ við vatnið.
Dvalið verður í 9 nætur í bænum Garda á Palme Complex einfalt þriggja stjörnu hóteli með sundlaug
og góðri aðstöðu.
Garda er einn af þessum smábæjum við vatnið með gömlum miðbæjarkjarna, iðandi af mannlífi með
angan af góðum mat og drykk. Farið verður í skoðunarferðir og siglt vítt og breitt um vatnið en einnig
er möguleiki að slaka á í bland við skipulagðar ferðir. Bæirnir Malcesine, Bardolino og Limone verða
heimsóttir og siglt út í hina ævintýralegu eyju, Isola del Garda. Einnig verður boðið upp á vínsmökkun
í Valpolicella dalnum og dæmigerðum ítölskum mat frá héraðinu verða gerð góð skil.
Dagur 1 – Föstudagur 9. ágúst – Koma
Flogið er frá Keflavík með Neos air kl. 09:00 um
morguninn og lent í Verona Ítalíu um kl. 15:00 að
staðartíma. Þaðan er haldið rakleiðis á hótelið
sem er í 45 mínútna fjarlægð. Eftir að allir hafa
komið sér fyrir fer fararstjóri í gönguferð um
bæinn til að kynnast þessum dásemdarbæ sem
verður heimili okkar næstu vikuna. Við kynnumst
sögunni, umhverfinu og helstu gönguleiðum í
nágrenninu. Rómantískir göngustígar við vatnið,
bátahöfn, strendur og möguleiki á góðri hreyfingu. Fyrir þá sem vilja útsýnisgöngu er möguleiki að rölti
út á tangann sem rammar inn þennan suðurhluta vatnsins eða fara upp á
Dagur 2 – Laugardagur -10. ágúst Frjáls dagur –
Tökum því rólega í dag. Þeir sem vilja geta siglt til Sirmione og skoðum
bæinn. Yst á tanganum er að finna áhugaverðar rómverskar menjar
sem líklega eru ein stærsta villa sem fundist hefur. Svo er hægt að njóta
stemmingarinnar í þessum einstaka bæ, þar sem ísbúðirnar eru á hverju
götuhorni.
Dagur 3 – Sunnudagur 11. ágúst – Malcesine, Limone
Heilsdagsferð til norðurhluta vatnsins.
Brottför kl. 09:00 og farið með rútu til
bæjarins Malcesine sem við skoðum
gaumgæfilega. Malcesine sem stendur við
norðausturenda Gardavatnsins þangað er
tæplega klukkutíma akstur. Scaligero
kastalinn setur sterkan svip sinn á bæinn og
í bakgrunni gnæfir fjallið Monte Baldo.
Bærinn er einstaklega skemmtilegur með
þröngum hellulögðum strætum, litlum
veitingastöðum, kaffihúsum og
spennandi sérverslunum og er mikið eftirlæti ferðamanna.
Frjáls tími fyrir hádegisverð en síðan siglum við þvert yfir vatnið til bæjarins Limone og okkur þennan
sérstaka bæ sem stendur við þverhníptan fjallsgarð og var einangraður langt fram eftir síðustu öld. Eftir
góðan tíma í Limone verður silgt til baka til Malcesine farið þaðan aftir til Garda.
Dagur 4 – Mánudagur 12. ágúst – Frjáls dagur
Upplagt að taka því rólega eftir langan ferðadag daginn áður slaka á við sundlaugina eða njóta þess að
skoða bæinn Garda betur.
Dagur 5 – Þriðjudagur 13. ágúst – Frjáls dagur
Frjáls dagur að hætti hvers og eins. Kjörið tækifæri að að fara til
Feneyja með ferðaskrifstofu sem sækir á hótelin ( ekki innifalið í
verði) fararstjóri aðstoðar við það.
Dagur 6 – Miðvikudagur 14. ágúst Isola del Garda
Vikulegur útimarkaður er í Garda um morguninn um að gera
að gera góð kaup þar. Eftir hádegið siglum við með einkabát út
til hinnar ævintýralegu eyjar, Isola del Garda þar sem við fáum
að ganga um og fræðast um sögu þessarar einstöku eyjar.
Við dveljum þar part úr degi og fáum okkur svo fordrykk áður
en haldið er aftur heim til Garda.
Dagur 7 – Fimmtudagur 15. ágúst – Frjáls dagur
Fararstjóri aðstoðar þá sem vilja við skipulag dagsins en svo er
auðvitað hægt að taka því rólega og sóla sig við
sundlaugarbakkann eða rölta um nágrennið. Upplagt að skoða
nágrannabæinn Bardolino sem er m.a. þekktur fyrir vín- og
ólívurækt. Gaman að kynnast notalegum bæjarkjarna með
veitingastöðum, kaffihúsum, smáverslunum og skemmtilegu
mannlífi. Fá sér svo hádegisverð á einum af veitingastöðum
bæjarins. Svæðið í kringum Gardavatn og þá sérstaklega
Bardolino eru þekkt fyrir vínframleiðslu sína. Á Fimmtudögum
er útimarkaður í Bardolino.
Dagur 8 – Föstudagur 16. ágúst -Vínkynning – Valpolicella
Brottför frá hótelinu rétt um hádegi. Ekið skammt útfyrir
borgina um ávalar hæðir Veneto héraðsins. Hér
er umhverfið frjósamt og fagurt og víða má sjá vínakra
og olífutré.
Ítalía er eitt mesta vínfram-leiðsluland í heimi. Umhverfi
Veneto héraðs er mikið augnayndi og afar einkennandi
fyrir vínræktarhéruð Ítalíu, en á þessu svæði fer
fram stór hluti af þeirri framleiðslu. Vínin frá Valpolicella
svæðinu í kringum Verona eru líklega þekktustu vín
héraðsins.
Við heimsækjum vín- og ólívuolíu bónda þar kynnir hann vörur sína fyrir farþegum og einnig er boðið
að smakka á framleiðslunni.
Dagur 9 – Laugardagur 17. ágúst – Frjáls dagur – Loka kvöldverður
Frjáls dagur að hætti hvers og eins
Dagur 10 – Sunnudagur 17. ágúst – Heimferð
Tékkað út af hóteli um hádegisbil Flugtak kl. 18:00 og áætluð lending í Keflavík er kl. 20:20
Verð á mann:
Tvíbýli 289.900 kr.
Einbýli 339.900 kr.
Umsóknarfrestur er frá 1.-20. apríl
Staðfestingargjald 75000kr greiðist 1.maí 2024 (óafturkræft nema ferðin sé felld niður)
Ferðin er fullgreidd 14.júní 2024.
Innifalið Flug með Neos air innritaður farangur 20 kg og handfarangustaska 8 kg. Rútuferðir og
bátssiglingar skv. ferðalýsingu. Gisting 9 nætur í bænum Garda hótel Palme & Suite með
morgunverði. Rútuferðir og sigling skv. ferðalýsingu. Vínsmökkun. Aðgangur í Isola del Garda eyjuna
og fordrykkur og 2 kvöldverðir að 50€ á mann hvor kvöldverður. Íslensk fararstjórn.
Ekki innifalið: Ferð til Feneyja og ferðir þá daga sem eru frjálsir. Gistináttaskattur greiddur á hótelinu.
Categories: Orlofsferðir