Langar þig í ferð þar sem þú tekur létta hreyfingu á morgnanna en slakar svo á það sem eftir lifir dags í sólinni?
Við í Húsmæðraorlofi Suðurnesja í samstarfi við Anítu Ágústsdóttur ætlum að bjóða upp á ferð til Tenerife dagana 12.-21. febrúar 2025.
Munum við vera á Hótelinu Pargue la Paz (Hotel Parque La Paz) á Amerísku ströndinni og fljúgum við með Icelandair.
Flogið verður 12.feb kl 08:40 og komutími 14:05
Heimferð er 21.febrúar kl 15:05 og komutími 20:35



Aníta hefur verið kennari í Sporthúsinu í Reykjanesbæ síðan 2018, þar hefur hún verið með lokað námskeið fyrir fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í heilsurækt eða er að byrja aftur eftir langar pásur,einnig kennir hún opna tíma í Sporthúsinu .


Aníta er menntaður spinning- og hóptímakennari ásamt kennararéttindum í bandvefslosun.
Aníta hefur áður verið með hópferðir í hreyfingu og sól.

Tillaga að dagskipulagi:
Dagur 1- Komudagur.
Dagur 2- Léttar styrktaræfningar + kviðæfingar.
Dagur 3-Tabata styrktaræfingar.
Dagur 4- Styrktaræfingar m/teygju. (væri gaman að hafa sameiginlegan kvöldverð).
Dagur 5- Frí.
Dagur 6- Tabata æfingar.
Dagur 7 Léttar styrktaræfingar + core og rass.
Dagur 8 Æfingar með eigin líkamsþyngd + rass æfingar.
Dagur 9 Heimferð.

Ath dagskipurlagið getur breyst.






Tenerife býður upp á fallegar strendur, frábær hótel og úrval afþreyingar.
Eyjan er skemmtilegur ferðamannastaður þar sem allt er til alls og hin spænska menning heimamanna blómstrar með tilheyrandi matargerð og mannlífi.
Þar eru allar forsendur til staðar fyrir hið fullkomna frí, sól og veðursæld allt árið um kring, hlýr sjór og gylltur sandur, frábært úrval fjölbreyttra veitingastaða og aragrúi ólíkra verslana.
Vertu viss um að gleyma ekki sundfötunum og sólarolíunni.



Verð á mann í íbúð m/ morgunverði 264.820 kr.
Verð á mann í íbúð (Pool view) m/ morgunverði 282.000 kr.
Innifalið: Flug, flugvallaskattar, 1 innrituð taska allt að 23kg, 1 taska í handfarangri allt að 10kg.
Gisting í 2ja manna íbúð með morgunmat.
Rúta til og frá flugvelli.
Allir hreyfitímar með Anítu.

Verð eru án styrks sem greiddur er út eftir ferðina.

Umsóknarfrestur til 1. okt 2024
Staðfestingargjald greiðist 15. október, 44.500kr

Categories: Uncategorized